Við höfum verið að prófa okkur áfram með humarpizzu. Þá sleppum við sósunni en notum hvítlauksolíu. Mér finnst þetta himneskt. Vertinn er eitthvað tregur að auglýsa þetta því það tekur alltaf smástund að garnhreinsa humarinn þó svo að hann sé til skelflettur. En ég held að fólk nenni alveg að bíða þegar það veit af gómsætum mat. Það mætti nú kannski tala vertinn til og fá hann til að baka svona humarpizzzu.