Á vinnuplaninu fyrir daginn í dag stóð til að við, gamla settið, ættum frí frá Meitlinum í kvöld. Við vorum búin að plana það að hitta afkomendur í hðfuðborginni og hver veit nema við hefðum sest einhvers staðar inn og pantað okkur pítsu. En enginn veit hvað er hinum megin við húshornið. Þrír af „staffinu“ okkar hringdu inn í dag og tilkynntu veikindi. Þá tekur maður því bara með jafnaðargeði, hringir á góða vinkonu sem er alltaf á bakvakt hjá okkur og sem betur fer eigum við eina frábæra stelpu sem er alltaf tilbúin að koma. Ekki veitti af því í kvöld að fá þær báðar, því móttakan í Meitlinum fylltist, ófarvarandis, ekki af fiski heldur fólki sem þurfti að sinna og láta líða vel. Vonum við að það hafi tekist. Við bökuðum á sama tíma körfuboltapítsurnar, þannig að einhverjir sem hringdu og pöntuðu gátu ekki beðið eftir sinni pöntum og erum við mjög leið þegar það kemur fyrir að við getum ekki sinnt öllum. En svona er lífið.