Hver dagur í Meitlinum er ævintýri. Ég ætlaði bara að hafa það næs heima í dag og sinna húsmóðurskyldum, taka til, skipta á rúminu og þrífa smávegis, þegar ég fékk kall um það að koma í Meitilinn og hjálpa til. Mér finnst ég hafa lent í hringiðu því heil eða kannski bara hálf lúðrasveit kom, óforvarandis (mikið uppáhaldsorð) og borðaði hjá okkur. Ég hélt að við yrðum til miðnættis að baka pitsur og grilla hammara og steikja kjöt en þetta gekk allt ótrúlega fljótt og vel fyrir sig og allir sáttir, ja…nema kannski þeir sem hringdu og ætluðu að panta pítsu á sama tíma og þurftu að bíða lengi. Sumir geta ekki beðið lengi, sem er mjög skiljanlegt en því miður er ekki hægt að sinna öllum kúnnum alltaf.
Þið standið ykkur eins og hetjur glæsileg að vanda ekki alltaf hægt að gera öllum til hæfis en klarlega sem flestum samt ♡